Meiri sáttatónn hjá útgerðarmönnum

Sigurjón Þórðarson

Mér finnst ég skynja þann sáttatón hjá ýmsum útgerðarmönnum að þeir geri sér ljóst að núverandi kerfi gengur ekki lengur óbreytt. Að vísu hafa þær raddir ekki komið fram opinberlega af því að fréttamenn hafa einkum veitt athygli Binna í Vestmannaeyjum sem hefur haldið uppi gömlu harðlínunni um að kerfið eigi bara að haldast óbreytt.
Margir sjá að þjóðin mun ekki líða braskið áfram og stöðugur samdráttur í veiðum verður greininni mjög erfiður. Allt útlit er fyrir að ef ráðum Hafró verður fylgt verður niðurskurður í aflaheimildum mikill í ýsu og þorski. Það þýðir milljarðatap fyrir þjóðarbúið og ég veit um ýmislegt sem íslenska þjóðin vildi gera fyrir milljarðana sem við getum veitt úr hafdjúpunum.
Mörgum útgerðarmanninum sem er annt um heimabyggð sína óar við þeirri ábyrgð sem hvílir á herðum hans hvað varðar framtíð byggða en vill engu að síður tryggja öruggan rekstrargrunn og arðsemi fyrirtækisins. Margur sér feigðina í því að girt sé fyrir nýliðun í atvinnugre ininni.
Frjálslyndi flokkurinn hefur um árabil lagt fram lausnir til breytinga og gerir sér grein fyrir því að útvegsmenn og sjómenn þurfa að vera aðalleikararnir í því að koma þjóðinni út úr kreppunni.

Sigurjón Þórðarson í öðru sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæminu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir