Sitthvað um nafnabreytingar - Tunga :: Torskilin bæjarnöfn

Finnstunga í Blöndudal er dæmi um nafnaskipti en um tíma fékk jörðin nafnið Sölvatunga.
Finnstunga í Blöndudal er dæmi um nafnaskipti en um tíma fékk jörðin nafnið Sölvatunga.

Í 35. tbl. Feykis sem út kom í september var þáttur um Strjúg í Langadal. Þar var líkum að því leitt að upphaflega bæjarnafnið hafi verið Strjúgsstaðir og bent á fleiri dæmi um nafnastyttingar sem höfundur hafði rekist á. Eftirfarandi texti er framhald úr sama þætti: Þá eru til ekki svo sárfá bæjanöfn í Húnavatnsþingi, sem týnst hafa, en önnur verið tekin upp í staðinn. Standa þau nafnaskifti stundum í sambandi við heiti þeirra bænda, sem búið hafa á jörðunum. Má þar til nefna Finnstungu í Blöndudal, sem fjekk nafnið Sölvatunga nokkru fyrir aldamótin l500 eftir Sölva, sveini Einars Þorleifssonar hirðstjóra (sbr. Safn II. B. bls. 650.

[Hirðstjóraannáll]). En Sölvanafnið hefir samt fallið niður síðar og eldra nafnið tekið upp aftur – Finnstunga (sjá Jarðabækurnar. Enda Sölvatungunafn gleymst), eftir „Finni bónda í Tungu“ um 1360 (DI. III. 443).

Töluvert flóknari nafnaskifti hafa orðið á Þórormstungu í Vatnsdal. Elztu vitni um nafnið eru Vatnsdæla og Landnáma, er segir: „Þórormr bjó í Þórormstungu“ (Ldn. bls. 129-30). Vatnsdæla er fróðari: „Þórormur bjó í Tungu enni neðri í Vatnsdal; þar var síðan kölluð Þórormstunga“ (Vatnsd. bls. 52). Báðum sögnunum ber því saman um uppruna nafnsins og ekki ástæða til að efast um að satt sje sagt (Þórorms- finst ekki í DI.).

Oft er jörðin aðeins nefnd Tunga, sem er algeng stytting um Tungu-nöfn, Bakka-nöfn o. fl. Saga nafnsins er annars á þessa leið: Árið 1318 (í Grímstungumáldaga) Tunga (DI. II. 4771. 146l einnig Tunga (DI. V. 363).

Árið 1477 „Neðri-tunga. (DI. Vl. 122. 1485 lætur Ólafur biskup Rögnvaldsson „partinn í Tungu í Vatnsdal“ af hendi (DI. VI. 537). Enn er hún nefnd Tunga aðeins 1519, en árið eftir Neði-Tunga (DI. X. 58 og 59).

En í fyrirsögn þess brjefs kemur nú spánýtt nafn: Þóroddstunga-. Mun það því vera afrit, miklu yngra en frumbrjefið, sem er víst glatað. Um 1700 segir Árni Magnússon að sumir kalli „Þóroddstungu“ „Vatnsdalstungu“ (Jarðabók 1703). En að lyktum rís forna nafnið Þórorms- úr gröf gleymskunnar, og nú er það alment orðið Þórormstunga (sjá Jarðabækurnar). Eins og sjest af þessu yfirliti, virðist þó nafnið Neðri-Tunga vera fult svo gamalt sem Þórorms-, sbr. Vatnsdælu og víst haft til aðgreiningar frá Kárdalstungu = Efri-Tungu.

/Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir