Komu færandi hendi í prjónastund
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
07.01.2026
kl. 13.20
Stjórnarkonur í Kvenfélaginu Björk á Hvammstanga komu aldeilis færandi hendi í prjónastund hjá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra nú á þessum fallega miðvikudagsmorgni. Þær færðu félaginu að gjöf 300 þúsund krónur til búnaðarkaupa í nýju Samfélagsmiðstöðina.
„Félag eldri borgara í Húnaþingi kunna þeim Bjarkarkonum alúðarþakkir þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Hlutverk kvenfélaganna verður seint fullþakkað og framlag þeirra til samfélagsins hér er ómetanlegt,“ segir Guðmundur Haukur.
