Þolinmæði Framsóknarmanna

Þolinmæði okkar framsóknarmanna virðast engin takmörk sett. Við lofuðum að verja ríkisstjórn falli gegn því að gripið yrði til ráðstafana til bjargar heimilum og fyrirtækjum. Á því hefur staðið en við verjum enn ríkisstjórnina.

Þessi ákvörðun Framsóknarflokksins varð til þess að boðað var til kosninga eins og krafist hafði verið.  Því má segja að kosningarnar séu í boði Framsóknarflokksins.

Það veit hins vegar ekki á gott fyrir mögulegt samstarf að stjórnarflokkarnir skuli líta svo á að þeim hafi verið færðir stjórnartaumarnar til að reka kosningabaráttu á kostnað almennings í stað þess að grípa til aðgerða.

Óvinsælar aðgerðir eru slegnar af og látið að því liggja að verið sé að leita annarra lausna en meðan ríkir óvissa. Fremstur í flokki hefur farið núverandi heilbriðgisráðherra.

Hvar eru tillögurnar?

Hvar eru lausnirnar fyrir heimili og fyrirtæki? 

Hvar er skjaldborgin um heimilin?

Þolinmæði getur þrotið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir