Ticket to ride

TIcket to ride er vinsælt tveggja til fimm manna borðspil þar sem leikmaðurinn reynir að tengja saman borgir og leggja langar lestarleiðir um hinar ýmsu heimsálfur. leikmenn draga spil sem segja til um mögulega áfangastaði og fá stig fyrir að tengja þá saman. Hver leikur tekur um 1-2 klukkutíma.
Hannað af Alan R. Moon og myndskreytt af Julien Delval og Cyrille Daujean, Ticket to ride kom upprunalega út árið 2004 og vann það á besta borðspilið frá Spiel des Jahres og frá Origins Awards. Svo ári seinna, árið 2005, vann viðbótin Ticket to ride: europe international gamers award.
Svo það er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar og hefur verið gríðarlega vinsælt síðan.
gefnar hafa verið út sjö viðbætur við spilið sem gera spilurum kleift að spila víðsvegar um heiminn og kynna til leiks hinar ýmsu reglur til að krydda aðeins uppá spilun þess.

Spilið spilast þannig að í byrjun á allir leikmenn fjögur spil með lestum og þrjú áfangastaðarspil og þurfa svo að henda einu áfangastaðarspili og halda hinum tveimur. Leikmenn skiptast svo á að, annað hvort:
- Draga tvö lestarspil í einhverjum lit (ef fjöllita lestarspil er dregið sem fyrra spilið er ekki dregið annað spil).
- Draga þrjú áfangastaðarspil og halda að minnsta kosti einu. (og þau áfangastaðarspil sem eru á hendi í lok leiks dragast frá stigum þess leikmanns)
- Spila lestarspilum til að leggja lestir á borðið og tengja þannig áfangastaði sem þeir eru með á áfangastaðarspilum.
Þegar leikmaður á 2 eða færri lestir eftir þegar hann er búinn að gera hef síðasta umferðin.
stig eru gefin fyrir leiðir jafn óðum og gott er að hafa í huga að lengri leiðir gefa fleiri stig en lengsta samfellda leiðin gefur líka 10 stig. Svo eru öll stig sem eru á áfangastaðarspilum sem leikmaður er með á hendi í lok leiks dregin frá honum.

Ticket to ride er frábært spil fyrir 6 ára og eldri og hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Þetta er tilvalið spil til að koma sér inní ótrúlega spennandi heim borðspilana.

Leikmenn: 2-5
Ætlað fyrir: 6 ára og eldri
Hönnuður: Alan R. Moon
Útgefandi: Days of wonder
Útgáfuár: 2004

/IÖF



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir