Bændabandið af stað á ný

Hinir eldhressu félagar í Bændabandinu hafa nú tekið upp þráðinn að nýju og sett saman skemmtiprógram við allra hæfi. Hafa þeir ekki komið saman síðustu sjö árin, eða eftir að þeir náðu að móðga hálfa sveitina á þorrablóti.

Á umræddu þorrablóti sáu þeir félagar um skemmtiatriðin og þegar hálfur salurinn hafði gengið út strax yfir matnum voru ekki margir eftir til að skemmta sér á ballinu á eftir.

Þeir félagar hafa nú sett upp nýtt skemmtiprógram sem þeir ætla að setja upp á næsta þorrablóti. Einnig verða þeir með skemmtanir víðsvegar um sveitina á aðventunni. Bjóða þeir fólki upp á að koma heim á bæi og fá að hlýða á það sem þeir hafa fram að færa.

Að sögn þeirra Bændabandsmanna hafa þeir lagt persónuníð til hliðar og einbeita sér nú að fjölbreyttum gamanmálum. Þeir eru einnig með hálfkveðnar vísur og syngja texta undir rós svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir