Maður handtekinn fyrir stórfelldan hækjustuld

Líkur eru á því að búið sé að komast að því hvers vegna skóinn kreppi í heilbrigðiskerfinu, en maður var handtekinn í Húnavatnssýslu fyrir stórfelldan þjófnað á hækjum.

Lögreglan komst á snoðir um málið þegar hún tók eftir því að viðkomandi maður var í tíma og ótíma studdur af hækjum og virtist aldrei vera um sömu hækjurnar að ræða, þar sem þær voru bæði ólíkrar gerðar og í hinum ýmsu litum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn hafði stundað hækjustuld víða um land og við húsleit heima hjá honum fundust á annað þúsund para af hækjum.

Að sögn lögreglu játaði maðurinn strax og var sendur í ökklaaðgerð í framhaldinu. Hann hafði engar haldbærar skýringar á þessu athæfi sínu en var ráðlagt að fá sér eitthvað við þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir