Ég og gæludýrið

Kappi sem kann að opna hurðir | Ég og gæludýrið mitt

Kappa þekkja allir krakkar úr teiknimyndaseríunum um Hvolpasveitina frægu en hann Kappi sem Sigurjón Elís Gestsson á er blanda af Border collie og íslenskum fjárhundi. Sigurjón kallar Kappa stundum Kappaksturs Kappa eða Lilli húndúr. Þeir búa á Skagfirðingabrautinni á Króknum ásamt foreldrum Sigurjóns, Ernu Nielsen og Gesti Sigurjóns, og þrem systrum Sigurjóns þeim Eydísi Önnu, Brynju og Freyju. Sigurjón á einnig systur og bróður sem búa í Bandaríkjunum. Feyki langaði aðeins að forvitnast um þá vini Sigurjón og Kappa.
Meira

Nagaði göt á öryggisnetið á trampólíninu | Ég og gæludýrið mitt

Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu. 
Meira

Ísey stal veskinu hennar mömmu | Ég og gæludýrið mitt

Í Skógargötunni á Króknum býr ung dama að nafni Ísafold Sól Sveinþórsdóttir og hundurinn hennar Ísey. Foreldrar hennar heita Sigþrúður Jóna Harðardóttir og Sveinþór Ari Arason og svo á hún einn bróður sem heitir Ísidór Sölvi. Hundurinn hennar Íseyjar er blanda af Border collie og Labrador og þeir sem þekkja til þessarar blöndu vita að þarna er á ferðinni vinalegur og kraftmikill fjölskylduhundur.
Meira

Freyja er mikill aðdáandi Barbie | Ég og gæludýrið mitt

Það býr lítill snoppufríður miniture schnauzer, eða dvergschnauzer eins og þeir eru kallaðir, á Hólmagrundinni á Króknum og er það hún Freyja litla. Eigandi hennar er Fanney Klara Jónsdóttir en hún er dóttir Rakelar Sturludóttur og Jóns Guðna Karelssonar. Svo skemmtlega vill til að Fanney Klara var að fermast í Sauðárkrókskirkju nú á laugardaginn, 8. apríl. Til hamingju með fermingardaginn þinn Fanney Klara!
Meira

Erfiðast að finna þær! | Ég og gæludýrið mitt

Bríet Rán Stefánsdóttir, 9 ára, býr í Stekkholti rétt fyrir utan Sauðárkrók ásamt móður sinni, Hilmu Eiðsdóttur, föður, Stefáni Inga Sigurðssyni og systur, Heiði Fanneyju. Í Stekkholti er að finna bæði hesta og kindur en Bríeti Rán langar að segja okkur aðeins frá hömstrunum Karólínu og Kex. Þær systur (Bríet og Heiður) voru svo heppnar að fá sinn hvorn hamsturinn í gjöf frá vinkonu Heiðar fyrir nokkrum árum síðan og hjálpuðust þær að við að gefa þeim og halda búrunum hreinum.
Meira

Hefur gert mörg prakkarastrik | Ég og gæludýrið mitt

Á Hólmagrundinni á Króknum býr Jóna Katrín Eyjólfsdóttir ásamt kærastanum sínum, Fannari Kára Birgissyni, og eiga þau saman  Valdísi Björgu og hundinn Mjölni. Mjölnir er skemmtileg blanda með ríkjandi Terriergen en þeir voru upphaflega ræktaðir til að veiða meindýr. Flestir voru notaðir til veiða á rottum, músum og öðrum nagdýrum en aðrir í að veiða refi, kanínur, minka og önnur stærri dýr.
Meira

Býr til þrautabraut fyrir Dúllu | Ég og gæludýrið mitt

Viktoría Rán á Hólaveginum á Króknum átti gullhamstur sem hét Dúlla. Viktoría er að verða tíu ára núna í mars og er dóttir Þorgerðar Evu og Tjörva Geirs og á hún yngri systur sem heitir Kamilla Rán. Feykir fékk að senda á hana nokkrar spurningar varðandi Dúllu.
Meira

Gerir ekkert nema fá borgað fyrir það | Ég og gæludýrið mitt

Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Meira

Elskar að velta sér upp úr drullu! | Ég og gæludýrið mitt

Það þekkja flestir hana Sigríði Elfu sem býr á Króknum og vinnur á leikskólanum Ársölum. Sigríður Elfa er dóttir Eyjólfs Sveinssonar vinnuvélastjóra og Ingibjargar Axelsdóttur og er elst af fjórum systkinum. Sigríður Elfa sést oft hjóla um bæinn með hund sér við hlið sem virðist hlýða henni í einu og öllu eins og góður hundur á að gera með eiganda sínum. Hann lætur það sem á vegi þeirra verður ekki laða sig út í einhverja vitleysu heldur fylgir henni hvert sem Sigríður Elfa fer. Þessi litla snót heitir Loppadís og er í daglegu tali kölluð Loppa. Loppa er íslenskur fjárhundur með dass af Border Collie og kannski einhverju smá fleiru.
Meira

Skúmur er pínu frekur! | Ég og gæludýrið mitt

Á sveitabænum Grindum í Deildardal í austanverðum Skagafirði býr ung snót sem heitir Sigurrós Viðja og er dóttir Auðar Bjarkar Birgisdóttur og Rúnars Páls Hreinssonar. Sigurrós á nokkur gæludýr en í þessum gæludýraþætti langar hana að segja frá hestinum sínum Skúmi sem er 18 vetra og kallaður Skúmsi kallinn.
Meira