Ég og gæludýrið

Býr til þrautabraut fyrir Dúllu | Ég og gæludýrið mitt

Viktoría Rán á Hólaveginum á Króknum átti gullhamstur sem hét Dúlla. Viktoría er að verða tíu ára núna í mars og er dóttir Þorgerðar Evu og Tjörva Geirs og á hún yngri systur sem heitir Kamilla Rán. Feykir fékk að senda á hana nokkrar spurningar varðandi Dúllu.
Meira

Gerir ekkert nema fá borgað fyrir það | Ég og gæludýrið mitt

Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Meira

Elskar að velta sér upp úr drullu! | Ég og gæludýrið mitt

Það þekkja flestir hana Sigríði Elfu sem býr á Króknum og vinnur á leikskólanum Ársölum. Sigríður Elfa er dóttir Eyjólfs Sveinssonar vinnuvélastjóra og Ingibjargar Axelsdóttur og er elst af fjórum systkinum. Sigríður Elfa sést oft hjóla um bæinn með hund sér við hlið sem virðist hlýða henni í einu og öllu eins og góður hundur á að gera með eiganda sínum. Hann lætur það sem á vegi þeirra verður ekki laða sig út í einhverja vitleysu heldur fylgir henni hvert sem Sigríður Elfa fer. Þessi litla snót heitir Loppadís og er í daglegu tali kölluð Loppa. Loppa er íslenskur fjárhundur með dass af Border Collie og kannski einhverju smá fleiru.
Meira

Skúmur er pínu frekur! | Ég og gæludýrið mitt

Á sveitabænum Grindum í Deildardal í austanverðum Skagafirði býr ung snót sem heitir Sigurrós Viðja og er dóttir Auðar Bjarkar Birgisdóttur og Rúnars Páls Hreinssonar. Sigurrós á nokkur gæludýr en í þessum gæludýraþætti langar hana að segja frá hestinum sínum Skúmi sem er 18 vetra og kallaður Skúmsi kallinn.
Meira

Smíðaði stórt og flott hamstrabúr | Ég og gæludýrið mitt

Gígja Glódís Gunnarsdóttir er 12 ára dverghamsturseigandi sem býr á Freyjugötunni á Króknum. Glódís, eins og hún er oftast kölluð, er dóttir Gunnars Smára Reynaldssonar og Klöru Bjarkar Stefánsdóttur og á hún systur sem heitir Dagrún Dröfn.
Meira

Fær að smakka jólarjúpuna | Ég og gæludýrið mitt

Í Fellstúninu á Króknum býr voðalega snoppufríður hundur sem heitir Spori. Eigandinn er fótboltastjarnan Árdís Líf Eiðsdóttir en hún spilar með 4. flokki Tindastóls sem átti frábæru gengi að fagna síðasta sumar. Árdís Líf er í 9. bekk í Árskóla og er dóttir Eiðs Baldurssonar og Þóreyjar Gunnarsdóttur. Hundurinn hennar, Spori, er af tegundinni Cavalier King Charles og er einstaklega hentugur fjölskylduhundur.
Meira

Langar að halda tveimur hvolpum | Ég og gæludýrið mitt

Veronika Lilja Þórðardóttir, 6 ára, dóttir Lovísu Heiðrúnar og Þórðar Grétars sem búa á Sæmundargötunni á Króknum. Í garðinum hjá þeim má oft sjá svartan fallegan hreinræktaðan Labrador sem heitir Þoka og elskar ekkert meira en að fá að heilsa þér ef þú röltir fram hjá.
Meira

„Hey, sjáið þið köttinn í glugganum!?“ | Ég og gæludýrið mitt

Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir Mosi og er níu ára. Margir kannast eflaust við Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar því hann var duglegur að lenda í ævintýrum sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Meira

Katla er afskaplega lítil, ljúf og góð

Á Ríp í Hegranesinu í Skagafirði búa systkinin Þórður Bragi og Fanndís Vala. Foreldrar þeirra eru Sigurður Heiðar Birgisson og Sigurlína Erla Magnúsdóttir og eiga þau lítinn bróður sem heitir Kristófer Elmar. Þau ætla að segja okkur frá uppáhalds hestinum sínum henni Kötlu.
Meira

Græðir oft gotterí frá litla vini sínum

Þau Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir og Hafþór Smári Gylfason, sem búa á Steinsstöðum í Skagafirði ásamt syni sínum, Steinþóri Sölva, eiga mjög fallegan hund af tegundinni Vorsteh eða þýski bendirinn. Hann ber nafnið Zeldu BST Breki og er tegundin snögghærð, greind, vinaleg og nærgætin, mjög húsbóndaholl og mikið fyrir börn sem gerir hundinn einstaklega góðan félaga. Hann er mjög háður og tryggur húsbónda sínum en getur verið hlédrægur og feiminn við ókunnuga en er mjög auðveldur í þjálfun.
Meira