Mynd: Hólar.is

Á dögunum mættu á Hóla verknámskennara sem á vorönn hyggjast taka á móti tamninganemendum í verknám. Tamninganemar sem stunda nám sinn 2. vetur við hestafræðideild Háskólans á Hólum taka á vorönn fimm mánaða verknám.
Verknámið er tekið við tamningastöðvar vítt og breitt um landið. Skólinn leggur mikla áherslu á að hafa gott samband við þá aðila sem taka nemendur í verknám, verknámskennarana. Það er árvisst að bjóða þeim til fundar á Hólum eitt síðdegi í nóvember.

Þar er farið ítarlega yfir verkefni verknámsins og skrifað undir verknámssamninga. Í Þráarhöllinni fór fram sýnikennsla í þeim vinnubrögðum sem ætlast er til að nemendur noti við frumtamningu og þjálfun hesta.

Að endingu bauð skólinn verknámskennurum, nemendum, reiðkennurum og öðrum sem að fundinum komu í kaffi og kökur.

Fleiri fréttir