1. maí
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
30.04.2018
kl. 16.35
Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er á morgun og verður hann að vanda haldinn hátíðlegur víða. Yfirskrift hátíðahaldanna að þessu sinni er STERKARI SAMAN.
Á
Blönduósi hefst dagskrá í Félagsheimilinu klukkan 15:00 en þar
verða kaffiveitingar í boði Stéttarfélagsins Samstöðu sem USAH sér um að venju. Ræðumaður dagsins er Ásgerður Pálsdóttir, fyrrverandi formaður Stéttarfélagsins Samstöðu. Kór Íslands – Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög og tónlistaratriði. Afþreying verður fyrir börnin.Hátíðarsamkoma stéttarfélaganna verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þar opnar húsið opnar klukkan 14:30 en formleg dagskrá hefst kl. 15:00 með hátíðarræðu dagsins sem flutt verður af Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. Í framhaldi af því verða kaffiveitingar en að þeim loknum verða flutt skemmtiatriði. Að þessu sinni verða þau í höndum nemenda Varmahlíðarskóla, Írisar Olgu Lúðvíksdóttur og Gunnars Rögnvaldssonar og að sjálfsögðu leikur Geirmundur Valtýsson líka á nikkuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.