1 milljón til Skagfirsku kirkjurannsóknarinnar
feykir.is
Skagafjörður
12.04.2010
kl. 08.25
Fornleifasjóður hefur veitt 1 millj. kr. til Skagfirsku kirkjurannsóknarinnar, sem hefur staðið yfir frá 2007 og hefur leitt margt merkilegt í ljós.
Safnast hafa heimildir um 129 kirkjustaði í Skagafirði á tímabilinu 1000-1300. Þar af eru heimildir sem sýna að enn eru ekki öll kurl komin til grafar. Á nokkrum stöðum hafa fundist kristnir grafreitir sem hvergi er getið um í rituðum heimildum, eða munnmælum. Eins og í Keldudal og Hegranesþingstað í Hegranesi, Steinsstöðum í Tungusveit og víðar.