100 ára afmæli Líflands
Lífland tók til starfa árið 1917 undir nafninu Mjólkurfélag Reykjavíkur en það var stofnað af bændum í Reykjavík og nærsveitum til að annast vinnslu og dreifingu mjólkur í Reykjavík. Jafnframt því hóf félagið að útvega bændum rekstrarvörur til búskapar. Félagið byggði mjólkurstöð sem upphaflega var til húsa við Lindargötu í Reykjavík. Árið 2005 var nafni fyrirtækisins breytt í Lífland og vísar nafnið til þess að starfsemi fyrirtækisins tengist nú mannlífiog dýralífi í landinu á mun breiðara sviði en í árdaga.
Verslanir Líflands eru nú fimm talsins og eru í Reykjavík, Borgarnesi, Blönduósi, Akureyri og á Hvolsvelli. Lífland rekur tvær verksmiðjur, fóðurverksmiðju á Grundartanga og í Korngörðum í Reykjavík er eina hveitimylla landsins en þar framleiðir Lífland Kornax hveiti.