100 manns mótmæltu við Félagsheimilið

Húni segir frá því að um 100 manns mættu í friðsamlega mótmælastöðu fyrir framan Félagsheimilið á Blönduósi í dag er þingmenn og ráðherrar Norðvesturkjördæmis komu þar saman til fundar.

Starfshópur Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi stóð fyrir mótmælastöðunni til þess að mótmæla boðuðum niðurskurði til heilbrigðismála í kjördæminu. Mótmælaspjöld voru áberandi eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Bóthildur Halldórsdóttir og Einar Óli Fossdal ávörpuðu þingmenn og ráðherra áður en þeir gengu inn á fundinn í Félagsheimilinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir