120 ára brú aftrar nútímabúskap
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
20.10.2010
kl. 09.07
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps telur algerlega óviðunandi að ekki hafi enn verið endurnýjuð brú yfir Svartá heim að bænum Barkarstöðum í Svartárdal þrátt fyrir óskir þar um. Brúin er um 120 ára gömul og þjónar engan veginn þeim samgöngu- og flutningatækjum sem notuð eru í dag.
Í fundargerð hreppsnefndar frá 6. október segir að í ljósi bréfs sem SAH Afurðir sendu Vegagerðinni þann 6. september s.l. beinir sveitarstjórnin enn á ný eindregnum tilmælum til Vegagerðinnar um að nú þegar verði hafist handa við að bæta úr þessum málum þannig að hægt sé að reka búskap áfram að Barkarstöðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.