120.000.000 kr. lántaka vegna sundlaugar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
21.10.2010
kl. 09.05
Bæjarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 120.000.000 kr. til 14 ára til að fjármagna byggingu sundlaugarinnar á Blönduósi.
Arnari Þór Sævarssyni, bæjarstjóra, var veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamninginn fyrir hönd Blönduósbæjar eins og lög gera ráð fyrir sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, eins og stendur í fundargerð.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.