1500 manns í Síkinu í gær

 Um 1500 manns komu og skoðuðu glæsilega atvinnulífssýningu í Síkinu á Sauðárkróki í gær. Það var því líf og fjör hjá sýnendum sem buðu upp á smakk, gotterí eða bara notalegt spjall. 

Verslunin Eyri bauð börnum á öllum aldri upp á candyflos en um 800 bleikir hnoðrar runnu ljúflega niður en hætt er við að lítil augu hafi verið komin í kross af sykuráti. Hinir fullorðinu smökkuðu hins vegar á rækjum, kjöti, fisk og bakkelsi.

Sýningin er opin til fjögur í dag en Sæluvika Skagfirðinga verður sett klukkan tvö.

Fleiri fréttir