17. júní á Sauðárkróki
Hátíðar- og skemmtidagskrá á Sauðárkróki í tilefni af Þjóðhátíðardegi Íslands.
10:30 – Þjóðhátíðarsundmót
Héraðsmót UMSS fer fram í Sundlaug Sauðárkróks. Skráning á sund@tindastoll.is til og með 15. júní. Eftir að mótinu lýkur verður laugin opin almenningi til kl.17.
11:00 – Hátíðarmessa í Sauðárkrókskirkju
12:30 – Andlitsmálun við Skagfirðingabúð
Félagar úr Skátafélaginu Eilífsbúum selja gasblöðrur á vægu verði.
13:40 – Skrúðganga frá Skagfirðingabúð að Flæðum
14:00 – Hátíðardagskrá á Flæðunum (norðan sundlaugar)
-Hátíðarræðu flytur Ingileif Oddsdóttir skólameistari FNV.
-Fjallkonan flytur ljóð.
-Kirkjukór Sauðárkrókskirkju flytur lög sem helguð eru Þjóðhátíðardegi Íslands.
-Skralli trúður.
-Töframaðurinn Einar einstaki.
-Fjölbreytt tónlistaratriði.
14:30 – Samverustund á Flæðunum
-Skátatívolí og ýmsar þrautir fyrir börn og fullorðna.
-Sala á gasblöðrum og Candy Floss. Landsmótsfarar selja muffins, pönnsur, kaffi og Svala.
-Hoppukastalar.
-Hestar og börn – teymt undir börnum á hestbaki.
Félagar í Alþýðulist verða með jurtalitun undir berum himni á hlóðum við hús félagsins í Varmahlíð frá kl. 13-17. Gestir geta komið með sínar eigin jurtir, pott og garn ef vill. Pönnukökur og heitt á könnunni.
Kaffi í tilefni dagsins
Í tilefni dagsins bjóða nokkrir veitingastaðir upp á þjóðhátíðarkaffi eða glæsileg kaffihlaðborð sem Skagfirðingar og gestir geta keypt sér og bragðað brot af því besta!
Kaffi Krókur frá kl. 14-17
Áskaffi frá kl. 15-17
Lónkot frá kl. 15-17
Heima-Best sveitakaffi og Kvenfélag Skarðshrepps í Ljósheimum frá kl. 15-18