180 athugasemdir vegna aðalskipulags Blönduósbæjar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.09.2010
kl. 09.27
180 athugasemdir bárust vegna aðalskipulags Blönduósbæjar 2010-2030 og áttu þær allar við Húnavallaleið. Engu að síður féllst Skipulags-, byggingar- og veitunefnd Blönduósbæjar ekki á þær athugasemdir að gert verði ráð fyrir Húnavallaleið í Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030.
Nefndin samþykkti á fundi sínum að vísa tillögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar með það í huga að bæjarstjórn sendi erindið til Skipulagsstofnunnar til endanlegrar afgreiðslu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.