18.000 kr. fæst fyrir grendýr

Mynd: Greitt verður 18.000 kr. fyrir grendýr en 7.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði á ref. Mynd: Árborg Ragnarsdóttir
Mynd: Greitt verður 18.000 kr. fyrir grendýr en 7.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði á ref. Mynd: Árborg Ragnarsdóttir

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar kom saman fyrir helgi í félagsheimilinu Ljósheimum ásamt refa- og minkaveiðimönnum í héraðinu og ræddu um veiðitilhögun ársins 2018. Í fundargerð segir að mætt hafi þeir Þorsteinn Ólafsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Sigurðsson, Birgir Hauksson, Herbert Hjálmarsson, Kristján B. Jónsson, Marinó Indriðason og Kári Gunnarsson.

Lögð var fram drög að veiðiáætlun ársins 2018 sem landbúnaðarnefnd samþykkti  Einnig ákvað nefndin að greiða vegna refaveiða ráðinna veiðimanna 18.000 kr. fyrir grendýr, 7.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref 7.000 kr. Greitt verður vegna minkaveiða ráðinna veiðimanna 7.200 kr. fyrir unnið dýr. Verðlaun til annarra verða 1.800 kr. á dýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir