19 aðilar hlutu menningarstyrki

Menningarsjóður Sparisjóðs Skagafjarðar úthlutaði nú nýverið 19 aðilum styrk til menningarstarfsemi, en 31 umsókn barst til sjóðsins að upphæð um 10 milljónum króna. Alls var úthlutað ríflega einni milljón.

Á úthlutunarsamkomu, sem fram fór miðvikudaginn 25. júní, kom fram að það sé vilji Sparisjóðsins að hækka framlög til sjóðsins á næstu árum og að styðja enn betur við menningarstarf á svæðinu enda sé öflugt menningarlíf forsenda fyrir blómlegri byggð.

Eftirtaldir hlutu styrk frá Menningarsjóði Sparisjóðs Skagafjarðar:

  • Brynjar Páll Rögnvaldsson vegna útgáfu geisladisks með eigin efni.
  • Barrokksmiðja Hólastiftis vegna Barrokkhátíðar á Hólum 2014.
  • Drangeyjarferðir vegna gerðar og uppsetningar skúlptúrs byggðan á sögunni um Búkollu og tröllskessunnar sem varð að steini.
  • Félag harmonikuunnenda fyrir uppsetningu á Manstu gamla daga.
  • Gísli Þór Ólafsson vegna útgáfu geisladisks með eigin efni.
  • Grundarhópurinn vegna menningarhátíðarinnar Listaflóð á vígaslóð.
  • Héraðsbókasafn Skagfirðinga vegna málþings um konur í Sturlungu.
  • Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps vegna útgáfu geisladisks með lögum Geirmundar Valtýssonar.
  • Kvenfélag Rípurhrepps vegna sýningar í tilefni af 145 ára afmæli félagsins.
  • Kvennakórinn Sóldís vegna starfsemi sinnar.
  • Leikfélag Sauðárkróks vegna uppsetningar leikritsins Emil í Kattholti.
  • Lummudagar í Skagafirði.
  • Pylsaþytur vegna námskeiðs í gerð faldbúninga.
  • Rotaryklúbbur Sauðárkróks til útgáfu Króksbókar.
  • Róbert Óttarsson vegna útgáfu geisladisksins Orð með lögum eftir Guðmund Ragnarsson.
  • Sóley Björk Guðmundsdóttir vegna uppbyggingar smáforrits sem ber nafnið Lifandi landslag og er byggt upp af Skagfirskum þjóðsögum.
  • Skagfirski kammerkórinn vegna starfsemi sinnar.
  • Sögufélag Skagfirðinga vegna ritunar æviþáttar um Ole og Minnu Bang.
  • Tónlistarhátíðin Gæran.

Fleiri fréttir