230 veðurtepptir í Reykjaskóla

Fjöldi manns gistu nóttina í Reykjaskóla Í Hrútafirði en þar var komið upp fjöldahjálparstöð því Holtavörðuheiði var lokuð. Búið er að opna heiðina og næturgestirnirnir í Reykjaskóla, sem voru 230 talsins, farnir að tínast burtu, sagði Karl B. Örvarsson framkvæmdastjóri skólabúðanna í samtali við Rúv.is.

Meðal þeirra sem gistu í Reykjaskóla voru háskólanemar úr Háskólanum í Reykjavík, skíðahópar og körfuboltalið. „Þetta er margt fólk hérna í húsunum og það er bara til dæmis eins og eitt húsið hér sem við erum með venjulega hér í skólabúðunum, svona 60 manns, þar vorum við með 130,“ sagði Karl.

Karl og hans fólk svaf í um tvær klukkustundir í nótt. „Það var að koma í alla nótt og svo þurftum við bara líka að vaka svolítið yfir þessu. Svo fer þetta á tínast um eða upp úr níu því að við erum að fá tæplega 100 börn í skólabúðirnar milli 11 og 12,“ sagði Karl að endingu.

Fleiri fréttir