25 ára afmælishátíð Árskóla á morgun

Árskóli Mynd: Skagafjordur.is
Árskóli Mynd: Skagafjordur.is

Afmælishátíð Árskóla verður haldin á morgun, þriðjudaginn 16. Maí frá kl. 16:00 til 19:00 með opnu húsi í tilefni af því að Árskóli er 25 ára á þessu skólaári.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði og munu allir árgangar skólans vera með viðburði á sínum svæðum eða í matsal á þessum tíma. Dæmi um dagskrárliði eru t.a.m. Ipad-kennsla, ljóðalestur á rafrænu formi, umfjöllun um verkefni um Grettissögu, ýmis söng og dansatriði frá nemendum ásamt því að Logi danskennari verður á svæðinu og mun stjórna dansi.

Gestum gefst tækifæri til að skoða nemendaverkefni sem verða til sýnis í stofum, margir bekkir eru með söngatriði, 7. og 8. bekkingar verða með veitingasölu og bjóða upp á vöfflur og grillaðar pylsur. 9. og 10. bekkingar verða með loppumarkað og 2. bekkur verður með sölubás með bókum. Allur ágóði af sölu rennur til góðgerðamála.

Það verður nóg um að vera þessa vikuna í Árskóla því að íþróttadagur skólans verður einnig haldinn miðvikudaginn 17. Maí.

Nánari upplýsingar má finna á vef Árskóla.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir