28 ökumenn kærðir í gær

Lögreglan á Norðurlandi vestra segir frá því á Facebooksíðu sinni í dag að í gær hafi 28 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi embættisins. Var sá sem hraðast ók mældur á 168 km hraða sem er 78 km fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða. Upphæð sektar fyrir þennan hraða eru 240 þúsund krónur auk sviptingar ökuréttinda í 3 mánuði.

Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur ökumenn til að sýna aðgát í umferðinni og virða hraðatakmörk. Nú er Laufskálaréttarhelgin framundan og vekur lögreglan athygli á því að hún muni vera með öflugt umferðareftirlit í umdæminu enda búist við mikilli umferð norður í land í tilefni hátíðarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir