3. Fimmtudagsmótið í dag

Nú líður að lokum sumarstarfs Frjálsíþróttadeildar Tindastóls þetta árið og stutt hausthlé tekur við. Síðasta heima mót sumarsins, 3. Fimmtudagsmótið, verður haldið í dag 19. ágúst og hefst það kl. 19:00.

Eins og ávallt þarf mannskap til þess að vinna við mótið og eru þeir sem vilja aðstoða beðnir að hafa samband við Gunnar þjálfara í síma 895-9268 eða á netfangið  storuakrar1@simnet.is.

Frjálsíþróttadeildin þakkar öllum félögum sínum og stuðningsmönnum fyrir frábært sumar og vonast til að sjá alla hressa í vetrarstarfinu eftir smá hvíld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir