57% kosningabærra manna í Hunavatnshreppi eru karlar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
22.11.2010
kl. 11.41
Alls eru 307 einstaklingar á kjörskrá í Húnavatnshreppi þegar kosið verður til Þjóðlagaþings næsta laugardag en Hreppsnefnd Húnavatnshrepps fór yfir kjörskrárstofn vegna kosninganna í liðinni viku.
Kjörskrárstofn byggir á íbúaskrá þjóðskrár 6. nóvember 2010 og kemur þar fram að af þessum 307 einstaklingum eru 132 konur og 175 karlar.
Hreppsnefnd samþykkti kjörskrárstofn sem kjörskrá í sveitarfélaginu með fyrirvara um hugsanlegar breytingar og var oddvita falið að ganga frá kjörskrárstofni og undirrita sem kjörskrá. Kjörskrá Húnavatnshrepps liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins á Húnavöllum til kjördags.