Á faraldsfæti með ferðamálanemum
Nemendur á 1. ári ferðamálafræði við Háskólann á Hólum brugðu á dögunum undir sig betri fætinum og héldu í vettvangsferð.Var tilgangur ferðarinnar að komast í beina snertingu við viðfangsefnið. Annað er erfitt að læra nema í samspili við annað fólk.
Einn daginn var farið á Þingvelli í námskeiðinu Náttúra Íslands. Þar voru leiðangursstjórar þeir Stefán Óli Steingrímsson og Bjarni Kristófer Kristjánsson kennarar námskeiðsins. Þarna var áherslan á jarðfræði og lífið í vatninu.
Stefán Helgi Valsson kennari tók á móti nemendum í námskeiðinu Gönguferðir og leiðsögn. Þar var kennslan bæði innan dyra og utan. Nemendur lærðu og æfðu sig á áttavita. Ósk Vilhjálmsdóttir leiðsögumaður hélt fyrirlestur. Hennar mottó er: Ferðir eiga að snúast um gæði lífsins og fjölbreytileika náttúrunnar frekar en garpsskap og græjur. Nemendur fóru síðan í gönguferð um Reykjavík og skiptust á að leiðsegja hópnum.
námskeiðinu Gestamóttaka, gisting og veitingar var farið í heimsókn í fyrirtækin Kaffitár, Kríunes við Elliðavatn, Nordica Hotel og Dill restaurant í Norræna húsinu. Einnig var farið í Bændahöllina og hópurinn kynntist Bændasamtökum Íslands, starfsemi þeirra og fékk fyrirlestra sérfræðinga samtakanna. Þangað komu einnig fulltrúar frá Ferðaþjónustu bænda og GSR þjónusturáðgjöf
Fleiri myndir má finna hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.