Á ferð um Blönduós

Verðandi gagnaver.  Myndir: LAM
Verðandi gagnaver. Myndir: LAM

Blaðamaður Feykis var á ferð um Blönduós nú í morgun. Þó nokkrar framkvæmdir eru í gangi á svæðinu, m.a. bygging gagnavers.

Það er fyrirtækið Borealis Data Center sem byggir gagnverið. Gert er ráð fyrir að húsið sjálft verði tekið í gagnið strax í haust. Fyrirtækið áætlar að taka í notkun fleiri hús á lóðinni.

Ámundakinn er að byggja þjónustuhús, sem Mjólkursamsalan hefur tekið á leigu til langs tíma. Í húsinu verður miðstöð fyrir mjólkursöfnun í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Einnig verður í húsinu hvíldaraðstaða fyrir bílstjóra sem annast flutninga milli Selfoss og Akureyrar.

Skólfustungur voru teknar fyrr í sumar að atvinnuhúsnæði við Ennisbraut og fyrsta íbúðarhúsnæðinu sem byggt er á Blönduósi í rúm tíu ár. Einnig er unnið er að hellulagningu við Kvennaskólann á Blönduósi og á við Heimilisiðnaðarsafnið og verður svæðið orðið mjög snyrtilegt og flott að því loknu.

Við sjóndeildarhringinn mátti svo sjá glitta í hafís sem er á ferð um Húnaflóann. Landhelgisgæslan varð hans vör í könnunarflugi fyrir nokkrum dögum og sést hann ágætlega frá Blönduósi.

Hestamaður á ferðGagnaver í bygginguGagnaverið fyrir ofan bæinnÞjónustuhús MSÞjónustuhúsiðGrunnur að iðnaðarhúsnæðiFyrsta íbúðarhúsnæðið byggt í rúm tíu árHellulagt við KvennaskólannHafís í HúnaflóaHafís við HúnaflóaFuglar í hólmaGott er að gæða sér á epli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir