Á Þorláksmessudag kom út lag

MYND ANNSY
MYND ANNSY

Í dag Þorláksmessudag, var að koma út lag- Sigvaldi Helgi Gunnarsson einn af óskabörkum Skagafjarðar var að gefa út á öllum helstu streymisveitum lagið Jól einu sinni enn.

 Lagið er ekki alveg glænýtt heldur var það samið fyrir tveimur árum síðan fyrir Jólin heima tónleikana og var flutt þá svo það er kannski ekki hægt að tala um frumflutning á þessu ný útkoman lagi. Textann við lagið gerði Gunnar Rögnvaldsson pabbi Sigvalda og þegar blaðamaður hafði samband við Sigvalda var hann einmitt á leiðinni í jólaboð til pabba en svaraði þó þegar hann var spurður út í lagið að hann hefði viljað semja kunnuglegt lag – þar sem fólk myndi finnast það kannski hafa heyrt það áður. Sigvaldi segir stílinn vera „sventís“ bæði hljóðheimurinn og hljóðfæraskipan og sjálfur sér hann um raddirnar.

 Á sama tíma og blaðamaður setur punktinn við skrifin og stimlar sig í jólafrí og óskar ykkur gleðilegra jóla, mæli ég með að þið leitið uppi lagið á streymisveitu og njótið þess að hlusta.

 

 

Fleiri fréttir