Að loknu Ljómaralli

Daníel stekkur á Mælifellsdal. Mynd: Sveinn Haraldsson
Daníel stekkur á Mælifellsdal. Mynd: Sveinn Haraldsson

Miklar sviftingar voru í Ljómaralli sem fram fór í Skagafirði sl. laugardag. 23 áhafnir voru skráðar til leiks í keppninni sem haldin var á vegum Bílaklúbbs Skagafjarðar. Ljómarallið var þriðja keppnin af fimm keppnum sem haldnar eru í Íslandsmótinu í ár og baráttan um stigin því í algleymingi.

Eknar voru fjórar sérleiðir um Mælifellsdal, tvær um Vesturdal og í lok dagsins var ekið um Nafir, sérleið innanbæjar á Sauðárkróki.

Óhætt er að segja að akstursskilyrði hafi verið mjög krefjandi því þétt þoka var á köflum á Mælifellsdal og á Vesturdal gerði mikla úrkomu.  Átta áhafnir urðu frá að hverfa vegna bilana keppnistækja eða vegna þess að vegurinn var í raun annars staðar en þeim sýndist í fyrstu. 

Hraðast allra ökumanna fór Daníel Sigurðarson. Vegna veikinda skipti hann um aðstoðarökumann í keppninni og var í kjölfarið ekki á blaði í útgefnum úrslitum. Birt úrslit kunna mögulega að breytast eftir kærumeðferð. Af og til koma upp mál sem varða málsmeðferð og túlkun á reglum og er því vísað áfram til nánari skoðunar.

Eins og úrslit standa nú urðu Gunnar Karl Jóhannesson og Björvin Benediktsson í fyrsta sæti, en Gunnar Karl hefur að undanförnu keppt erlendis, þrátt fyrir ungan aldur.

Í öðru sæti urðu Valdimar Jón Sveinsson sem glöggir lesendur kannast mögulega við úr torfærukeppnum og aðstoðarökumaður hans Sigurjón Þór Þrastarson.

Í þriðja sæti urðu svo Hjörtur Pálmi Jónsson og Ísak Guðjónsson sem settustu saman inn í keppnistæki eftir 17 ára aðskilnað á þeim vettvangi.  Þeir urðu jafnframt hlutskarpastir í eindrifsflokki.

Í AB varahlutaflokknum sigruðu systkinin Óskar Kristófer og Halldóra Rut en þau hófu einmitt keppni í rally fyrir nákvæmlega einu ári síðan þegar þau skráðu sig til leiks í Ljómaralli í Skagafirði.

Í öðru sæti í AB varahlutaflokknum urðu Skafti Ragnar Skúlason og Hanna Rún Ragnarsdóttir og þriðja sætið kom í hlut Ívars Arnar Smárasonar og Ólafs Inga Bjarnasonar.

Á slóðinni rallytimes.is má sjá aksturstíma á einstaka sérleiðum og fleiri upplýsingar.

  

#

Áhöfn
Crew

Bíll
Car

Fl
Cl

Tími
Time

Í fyrsta
To first

Í næsta
To next

Refs 1a)
Pen 1a)

Refs 2b)
Pen 2b)

1

8

Gunnar Karl / Björgvin

Subaru Impreza

B

1:17:52

 

 

0:00

0:00

2

99

Valdimar Jón / Sigurjón Þór

Mitsubishi Lancer Evo

B

1:18:42

0:50

0:50

0:00

0:00

3

40

Hjörtur Pálmi / Ísak

Ford Escort

EX

1:21:33

3:41

2:51

0:00

0:00

4

1

Fylkir A. / Elvar Smári

Subaru Impreza

B

1:22:02

4:10

0:29

0:00

0:00

5

7

Magnús / Arnar Freyr

Subaru Impreza

B

1:24:25

6:33

2:23

0:00

0:00

6

18

Óskar Kristófer / Halldóra Rut

Subaru Impreza

AB

1:25:00

7:08

0:35

0:00

0:00

7

9

Skafti / Hanna Rún

Subaru Impreza

AB

1:25:58

8:06

0:58

0:00

0:00

8

15

Ívar Örn / Ólafur Ingi

Subaru Impreza

AB

1:27:42

9:50

1:44

0:00

0:00

9

4

Jón Bjarni / Sæmundur

Jeep Grand Cherokee

J

1:28:56

11:04

1:14

0:00

0:00

10

12

Garðar Haukur / Hörður

Subaru Impreza

AB

1:31:15

13:23

2:19

0:00

0:00

11

35

Rúnar L. / Camilla Rut

Ford Escort

EX

1:32:09

14:17

0:54

0:00

0:00

12

39

Magnús / Guðni Freyr

Subaru 1800

EX

1:34:31

16:39

2:22

0:00

0:00

13

34

Andri / Héðinn

Toyota Rav4

AB

1:36:09

18:17

1:38

0:00

0:00

14

14

Almar Viktor / Sverrir

Subaru Impreza

AB

1:37:12

19:20

1:03

0:00

0:00

 

Keppnin tókst vel og líkt og oft áður hjálpuðust keppnisliðin að til að koma sem flestum í endamark. Skagafjarðarrallið hefur undanfarin ár verið með fjölsóttari keppnum í Íslandsmótinu og er meðal margra orðinn fastur liður í rallýsumrinu.

 „Við viljum senda okkar hjartans þakkir til allra sem komu að Ljómarallinu um helgina. Keppendur, starfsmenn, aðstoðarmenn og áhugafólk voru til fyrirmyndar meðan á keppninni stóð. Bílaklúbbur Skagafjarðar hefur í áratugi verið öðrum til eftirbreytni í keppnishaldi og var þar enginn breyting á þetta árið. Það er alltaf jafn dásamlegt að verða vitni að samhug og hjálpsemi milli keppnisliða í rallý. Við hefðum aldrei náð langt nema með dyggri hjálp annarra liða. Þetta er einstakur andi sem þessi hópur hefur þróað með sér,“ segir Daníel Sigurðsson.

Áhugasömum má benda á að gerast félagar í ,,Rallýáhugamenn“, opnum hóp á facebook.  Einnig er kjörið fyrir áhugafólk að gerast fylgjendur Bílaklúbbs Skagafjarðar og annarra akstursíþróttafélaga sem halda úti síðum og upplýsingamiðlun. Nánari umfjöllun um Ljómarallið verður í næsta Mótorsport þætti sem sýndur verður í Ríkissjónvarpinu. Bílaklúbbur Skagafjarðar vill koma á framværi innilegustu þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í að undirbúa og halda Ljómarall í Skagafirði 28. júlí sl. Jafnframt fá öll keppnislið, samstarfs- og stuðningsaðilar bestu þakkir fyrir ánægjulega samveru og árangursríkt samstarf.

Á næsta ári verða liðin 30 ár frá stofnun Bílaklúbbs Skagafjarðar. Vonandi verður hægt að  minnast þess með veglegum hætti og fá sem flesta til að taka þátt þegar þar að kemur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir