Að mæla sér mót

Einhverjar þúsundir höfðu í gær þörf fyrir að mæla sér mót á Austurvelli til að mótmæla og allt í lagi með það. Það er að sjálfsögðu réttur fólks. Ástæður fyrir mótmælunum voru margvíslegar og ef leitað var eftir ástæðum í fjölmiðlum og bloggheimum þá var um að ræða allt frá óánægju með hroka ráðamanna, ókurteisi, fátækt, lækkun á sköttum, fákeppni á ostamarkaði, byssueign lögreglunnar, leka og að ekki sé komið til móts við kröfur þeirra sem eru í verkfalli. Herra Hundfúll var að velta fyrir sér að mæta og mótmæla mótmælunum en átti síður von á að ná eyrum og augum fjölmiðla og lét það því bara vera. Enda nagladekkin óæskileg á götum Reykjavíkur og landsbyggðarliðið því kannski ekki velkomið? – Kannski hefði verið ástæða til að mótmæla því?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir