Aðsókn jókst í sundlaugar í Skagafirði þegar líða tók á sumar

Sundlaugin á Hofsósi. Mynd: Skagafjörður.is
Sundlaugin á Hofsósi. Mynd: Skagafjörður.is

Aðsókn í sundlaugarnar í Skagafirði sl. sumar var fremur dræm framan af sumri, eftir því sem fram kemur á heimasíðu sveitarfélagsins, en það rættist úr þegar á leið og var 7,2% aukning í ágúst samanborið við árið áður.

Gestafjöldi sundlauga júní - ágúst 2011-2021.
Mynd af skagafjordur.is.

 „Tilfinning starfsmanna var að færri Íslendingar hafi verið á ferðinni en í fyrra og aukningin sem varð seinni part sumars megi rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna eftir tilslakanir á landamærum. Aðsókn í september var einnig mjög góð miðað við síðasta ár, þar sem mun fleiri erlendir ferðamenn virðast hafa verið á svæðinu miðað við september í fyrra. Covid-19 hefur augljóslega haft talsverð áhrif á aðsókn síðustu tvö sumur og þá sér í lagi á Hofsósi sem reiðir sig mikið á aðsókn erlendra gesta, þó að aðsóknin í fyrra hafi verið með ágætum, þökk sé innlendum ferðamönnum,“ segir á skagafjordur.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir