Aðstoða slæpt og blautt ferðafólk

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga komu til aðstoðar innlendum ferðamönnum sem lentu í vanda í gær þegar þeir höfðu fest bíl sinn á Arnarvatnsheiði, austan við Arnarvatn. Samkvæmt vef Landsbjargar voru þrír í bílnum og voru þeir orðnir slæptir og blautir þegar þeir kölluðu eftir aðstoð eftir nokkurra klukkustunda tilraunir til að losa bíl sinn.

Erfið og leiðinleg færð var á hálendinu í gær og samkvæmt vefnum var reiknað með að björgunarsveitarmenn yrðu langt fram á kvöld eða nótt að koma fólkinu til byggða. Aðstæður á heiðum og hálendi landsins var þannig að nauðsynlegt var að vera á mjög öflugum jeppum og við slíkar aðstæður er mælst til þess að minnsta kosti alltaf tveir séu að ferðast saman.

Fleiri fréttir