Aðventustemmning í Heimilisiðnaðarsafninu

Á næstunni verður boðið til tveggja samverustunda í Heimilisiðnaðarsafninu á aðventunni, sú fyrri á morgun laugardaginn 4. desember kl. 15.00 en þá mun Urður bókafélag kynna bækur en einnig verður lesið upp úr nýjum bókum.

Eftir að Samkórinn Björk hefur tekið lagið mun Jón Þ. Þór, sagnfræðingur lesa upp úr bók sinni um  Dr. Valtýr Guðmundsson. Einnig mun Elín Guðmundsdóttir lesa þýðingar sínar á bókunum Ég er ekki norn eftir Kim M. Kimselius og Um Guð eftir Jonas Gardell.

Miðvikudaginn 8. desember kl. 20.00 verða kynntar og lesið úr nýjum bókum eftir höfunda úr Húnaþingi. Í lestrarhléi í bæði skiptin verður boðið upp á súkkulaðidrykk, kaffi og jólasmákökur. Höfundar munu árita bækur og hafa til sölu.

Fleiri fréttir