Aðventustemmning í Heimilisiðnaðarsafninu

Á morgun miðvikudag verður aðventustemmning í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og hefst dagskráin klukkan 20:00. Kynntar verða og lesið upp úr nýjum bókum eftir höfunda úr Húnaþingi. Birgitta Halldórsdóttir kynnir starfsemi Töfrakvenna og les úr bók sinni "Þar sem hjartað slær" og bókinni "Konfektmolar" eftir Jóhönnu Halldórsdóttur. Berglind Björnsdóttir les úr bókinni "Nokkur lauf að norðan", Kolbrún Zophoníasdóttir les úr bókinni "Gísli á Hofi vakir enn" og Benedikt Blöndal les úr bókinni "Gulllandið grimma" í þýðingu Ragnheiðar Blöndal. Þá mun Helga Thoroddsen kynna bók sína "Prjónatal".

Höfundar og/eða þýðendur árita bækur sem flestar verða til sölu.

Vefnaðarbókin er enn á tilboðsverði og auk þess fást laufabrauðsviskastykki, löberar, servíettur og sitthvað smálegt til jólagjafa í litlu safnbúðinni.

Boðið verður upp á súkkulaðidrykk, kaffi og jólasmákökur.

Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Fleiri fréttir