Ægir Björn og Alex Daði komu, sáu og sigruðu

Alex Daði og Ægir Björn kampakátir að móti loknu. SKJÁSKOT AF RÚV
Alex Daði og Ægir Björn kampakátir að móti loknu. SKJÁSKOT AF RÚV

Reykjarvíkurleikarnir standa nú yfir og þar er m.a. keppt í CrossFit. Þrjú lið mættu til leiks í liðakeppni kvenna- og karla í dag og þar var einn Króksari meðal keppanda, Ægir Björn Gunnsteinsson, sem keppti í félagi við Alex Daða Reynisson. Hörð keppni var hjá báðum kynjum en svo fór að lokum að Ægir Björn og Alex Daði sigruðu í karlaflokki en Annie Mist og Bergrós Björnsdóttir í kvennaflokki.

Ægir Björn og Alex Daði voru þriðja sterkasta liðið þegar mótið hófst og kom því skemmtilega á óvart að þeir næðu í sigurinn. Þar skipti frammistaðan í erfiðustu greininni, hringjunum, mestu máli og kom það þeim félögum á óvart hversu vel gekk með þá. Í samtali við íþróttadeild RÚV sagði Ægir Björn að það hefði verið ljúft að vinna sig upp í fyrsta sætið úr því þriðja, þeir hafi ekki haft miklar væntingar fyrir mótið þar sem þeir höfðu verið talsvert á eftir keppinautunum í undankeppni mótsins sem fór fram um síðustu helgi.

Bjarni Leifs Kjartansson og Eggert Ólafsson urðu í öðru sæti og Rúnar Kristinsson og Þorri Pétur Þorláksson í þriðja sæti. Keppt er í þremur greinum á mótinu. Þess má geta að Ægir Björn æfir og þjálfar iðkendur hjá CrossFit550 á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir