Af Bæjarhátíðinni Hofsós heim

Dansleikur með stuðlabandinu
Dansleikur með stuðlabandinu

Bæjarhátíðin Hofsós heim hófst á sameiginlegri grillveislu í Höfðaborg á fimmtudeginum 23. júní. Þar var vel mætt og góð stemming. Þetta setti tóninn fyrir aðra viðburði hátíðarinnar en fólk lét veðrið ekki á sig fá, bjó sig vel og tók þátt í dagskránni. Nefna þarf sérstaklega grjótharða miðnæturhlaupara sem létu fjórar gráður og súld ekki stoppa sig.
Á dagskrá voru nýir viðburðir í bland við fasta liði en segja má að það sem fór fram innandyra hafi vakið mesta lukku í þetta skiptið. Á hátíðina fengum við frábæra listamenn til samstarfs en Gurrý Jóna og Steini Stebbu buðu gestum hátíðarinnar upp á tónlistarflutning Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar. Ástarpungarnir frá Siglufirði léku fyrir dansi á föstudagskvöld og Stuðlabandið laugardagskvöld. Fisk Seafood bauð gestum upp á veltibílinn en alls fór bíllinn 73 veltur.
Undirbúningsnefndin vill þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu hátíðina og sýndu henni velvilja í verki, sveitarfélaginu Skagafirði, Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, samstarfsaðilum og öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg. Hjartans þakkir, án ykkar væri þetta ekki hægt. Síðast en ekki síst ber að þakka gestunum sem komu og voru til fyrirmyndar í einu og öllu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir