Afgreiðslu nemakorta í strætó frestað

Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að fresta afgreiðslu á þátttökum sveitarfélagsins í niðurgreiðslu á svokölluðum nemakortum í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu fram yfir  fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem verður haldin 13.-14. nóvember nk. en fulltrúar sveitarfélagsins munu taka málið upp á þeim vettvangi.
Þá ítrekaði ráðið ályktun sína frá 25. september sl.  Þar segir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa umtalsverðar tekjur af framhalds- og háskólanemum af landsbyggðinni sem oft eigi engan annan kost en að sækja til höfuðborgarsvæðisins í nám. Þess vegna er það sanngirnismál að þeim sé ekki mismunað í gjaldtöku hjá Strætó bs.

Fleiri fréttir