Afkoma jökla á Tröllaskaga neikvæð jökulárið 2016–2017
Ársafkoma jökla á Tröllaskaga var neikvæð jökulárið 2016–2017 og er ástæðan einkum hlýtt sumar og haust árið 2017 og lítil vetrarákoma á jöklana. Um nokkurra ára skeið hefur Náttúrufræðistofnun Íslands fylgst með og mælt afkomu skálar- og hvilftarjökla í Svarfaðardal á Tröllaskaga, með dyggri aðstoð heimamanna.
Á heimasíðu Náttúrufræðistofnun Íslands kemur fram að afkoma jöklanna sé býsna breytileg sem líklega skýrist að talsverðu leyti af áhrifum mismunandi landslags umhverfis jöklana á afkomu hvers og eins þeirra en síðastliðinn vetur var jöklum óhagstæður á Tröllaskaga.
Snjór var lítill til fjalla, bæði vegna minni snjókomu en vanalega og kröftugum vetrarhlákum og sumarið fremur milt norðanlands og september einstaklega sólríkur og hlýr. Þannig voru leysingar á fönnum og jöklum allt fram í byrjun október þegar snjór loks settist að til fjalla.
Sjá nánar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.