Áfram hlýtt og bjart

Í veðurblíðunni á Sauðárkróki í gær. Mynd: FE
Í veðurblíðunni á Sauðárkróki í gær. Mynd: FE

Undanfarna daga hefur veðrið aldeilis leikið við okkur hér á norðanverðu landinu og hitatölur farið yfir 20°C á mörgum stöðum. Í gær mældist hiti t.d. 22,8°C á tveimur stöðum á norðausturhluta landsins, í Ásbyrgi og í Bjarnarey, sem er litlu minna en hæsti hiti alls síðasta sumars sem var 24,9°C Þessu gæsapari leist ekkert á að skella sér til sunds í Gönguskarðsánni. Mynd:FE að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Vedur.is.

Í hlýindunum hafa verið miklar leysingar og sáust þess glögg merki í gær þegar Skagafjörðurinn var kolmórauður langt út á haf og við lá að næði saman framburðurinn frá Gönguskarðsánni annars vegar og frá vestari kvísl Héraðsvatnanna hins vegar. Þó að Gönguskarðsáin láti ekki mikið yfir sér svona dagsdaglega var hún svo sannarlega í ham í gær og sýndi stóð örugglega fyllilega undir því sem segir um hana á Wikipedia að hún sé sögð mesta manndrápsá Skagafjarðar. 

Veðurstofan spái því að áfram verði bjart og hlýtt veður á landinu og útlit sé fyrir að sunnanáttin gangi alveg niður í dag. Áfram er útlit fyrir rólegt veður á landinu næstu daga þó reikna megi með að ský og þokuloft geri vart við sig þegar kemur fram á helgina og að háar hitatölur verði sjaldgæfari. Um miðja næstu viku er svo búist við að þessum góðviðriskafla ljúki og er þá reiknað með kaldri norðanátt.

Fleiri fréttir