Áfram kalt um helgina
Samkvæmt veðurspánni er spáð vaxandi norðvestanátt 10 - 18 m/s og élum á hádegi. Gert er ráð fyrir að hvassast verði á annesjum.
Í kvöld er síðan spáð norðaustan 8-13 og él í kvöld, en lægir og léttir heldur til á morgun. Hiti í kringum frostmark. Eitthvað er spáin síðan svipuð næstu daga og því ljóst að húfan og vettlingarnir eru einkennisklæðnaður helgarinnar.