Aftur komið sumar
Það er engu líkara en aftur sé komið sumar á Sauðárkróki en veðrið í morgunsárið er einstaklega milt og gott og á skólalóð Árskóla við Freyjugötu mátti sjá börn að leik einungis á peysunni. Ekki algeng sjón fyrir átta að morgni í október.
Spáin til morgundagsins gerir ráð fyrir suðvestan 5-10 og stöku skúrum. Hiti 2 til 8 stig. Gengur í austan og norðaustan 13-18 með rigningu á morgun. Á laugardag er síðan gert ráð fyrir að fari að kólna aftur. En eins og ástandið er þessa dagana segjum við bara með bros á vör er á meðan er.