Ágætt veður í kortunum en snjóar eitthvað í nótt

Veðurspá Veðurstofunnar fyrir hádegi á morgun, mánudag. SKJÁSKOT
Veðurspá Veðurstofunnar fyrir hádegi á morgun, mánudag. SKJÁSKOT

Ekki er annað að sjá í veðurspám en það verði áframhald á tiltölulega stilltu og tíðindalitlu vetrarveðri út vikuna. Þó er gert ráð fyrir snjókomu eða slyddu aðfaranótt mánudags en rigningarskúrum eða slyddu fram eftir morgni. Vindur alla jafna hægur en á fimmtudag hlýnar og má reikna með rigningarveðri á fimmtudag og föstudag.

Spáð er fallegu og stilltu vetrarveðri á þriðjudag, á miðvikudag snýst hann í sunnlægar áttir en engu að síður verður frost fram yfir hádegi í það minnsta. Í Húnaþingi vestra, og þá sérstaklega inn til landsins, gæti snjóað. Seinni part vikunnar er svo gert ráð fyrir að það hlýni, sem fyrr segir, og hitinn þá á bilinu 3-8 gráður á Norðurlandi vestra.

Þessar spár hér að framan miðast við spár Veðurstofu Ísland en Blika virðist ekki jafn brött á hitatölurnar í lok vikunnar. Það er þó samhljómur í spánum varðandi vind – það er ekki útlit fyrir neitt óveður á svæðinu næstu vikuna og fram í vikunar þar á eftir.

Fleiri fréttir