Áhöld eru um hvort brotist hafi verið inn í samlagið í nótt

Samkvæmt óstaðfestum fregnum var farið inn í mjólkursamlag KS í nótt og rótað í ostakerjum, fiktað í próteintanki og að endingu étið upp úr sósutunnum. Þegar lögreglan mætti á staðinn sat þar ófrýnilegur innbrotsþjófur og hámaði í sig majónes af áfergju.
Um var að ræða áttunda jólasveininn, Skyrjarm eða Skyrgám, sem fann ekkert skyr en sagði að majónesið væri ágætt líka þó óhollara væri. Það kemur ekkert á óvart því Skyrgámur er þekktur fyrir réttinn Zúrrí Búrrí, sem hann einmitt syngur um hér fyrir neðan ásamt Kjötkrók, af plötunni "Skyrgámur og Kjötkrókur kynna: Nýju jólasveinalögin".
Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o’n af sánum
með hnefanum braut.
Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
uns stóð hann á blístri
og stundi og hrein.
Á heimasíðu Jólamjólkur er hægt að finna góðar uppskriftir m.a. Skyr-límónu pannacotta. Sjá HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.