Ákvörðun um Fljótagöng mikið fagnaðarefni segir Einar
„Fyrstu viðbrögð okkar við tillögu að samgönguáætlun sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra lagði fram í dag, eru að við fögnum því virkilega að Fljótagöng skuli loksins vera kominn á áætlun og að þau verði næstu göng sem farið verður í en gert er ráð fyrir framkvæmdum við göngin árin 2027 til 2030. Þetta er mikið fagnaðar efni, en sveitarfélagið Skagafjörður og einnig SSNV hafa margsinnis á liðnum árum fundað með ráðamönnum, ályktað og skorað á þingmenn og ráðherra að koma þessum göngum í framkvæmd, því slysahættan af núverandi vegi um Almenninga er svo gríðarleg. Við erum því virkilega þakklát Eyjólfi fyrir að taka þessa ákvörðun og setja Fljótagöngin efst í framkvæmdalistann,“ sagði Einar E. Einarsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar og formaður SSNV þegar Feykir innti hann eftir viðbrögðum við nýrri samgönguáætlun.
