Alexandra safnar fyrir bókaútgáfu á Karolina Fund

Óperusöngkonan Alexandra Chernyshova situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn, en hún hefur verið að sýna óperuuppfærslu á sögu sem mamma hennar samdi „Ævintýrið um norðurljósin“. Kom hún á Sæluviku Skagfirðinga með verkið sem sýnt var í Miðgarði. Í kjölfarið fór Alexandra til Japan þar sem hún tók þátt í Tókýó Global Summit of Women en þar fékk hún innblástur fyrir nýja óperu sem hún er að skrifa um fyrsta kvenforseta í heiminum.

Fyrir tveimur vikum hófst söfnun hjá Karolina fund fyrir útgáfu bókarinnar Ævintýrið um norðurljósin. Bókin er ætluð börnum frá 5 - 11 ára og með fylgir hljómdiskur og teiknimyndir sem hægt er lita og klippa.

Alexandra segir að þarna gefist fólki tækifæri til að upplifa hversu gefandi það er að styrkja gott og metnaðarfullt verkefni. „Margt smátt gerir eitt stórt. Ég er búin að safna 40 prósent af áætluninni, en ef þetta næst ekki verður allur peningurinn endurgreiddur.“

Þeir sem vilja taka þátt i ævintýrinu er bent á að drífa sig á karolinafund.com þar sem söfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld.

Fleiri fréttir