Álfhildur spyr um húsaleigu RKS hússins

Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir rúmar fjórar milljónir króna í leigu á mánuði vegna húsnæðis undir fjölþætta starfsemi. Einna helst beinist athyglin að húsaleigu vegna fasteignarinnar Borgarflöt 27 á Sauðárkróki, svokallað RKS hús, þar sem áhaldahús eða þjónustumiðstöð sveitarfélagsins er staðsett, en greidd hefur verið rúm 71 milljón í leigu þau níu ár sem sveitarfélagið hefur með húsið að gera. Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskaði eftir svörum þar um í bréfi dagsettu 17. nóvember sem opinberuð voru á fundi byggðaráðs í gær og birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Auk þess að spyrja um leigukostnað á fyrrgreindu húsnæði óskaði Álfhildur einnig eftir upplýsingum um aðra húsnæðisaðstöðu sem sveitarfélagið og stofnanir þess hafa á leigu.

1. Hverjar eru mánaðarlegar greiðslur sveitarfélagsins Skagafjarðar af svokölluðu RKS húsi við Borgarflöt 27 sem hýsir áhaldahús sveitarfélagsins?
Svar: Húsaleiga fyrir nóvember 2019 er 633.398 kr.

2. Hversu lengi hefur sveitarfélagið haft umrætt hús á leigu og hver er eigandi hússins?
Svar: Kaupfélag Skagfirðinga er eigandi fasteignarinnar og hefur leigt sveitarfélaginu hana frá 1. júlí 2010.

3. Hvað hefur sveitarfélagið greitt í leigu af umræddu húsi frá upphafi að núvirði?
Svar: 71.573.974 kr.

4. Hvaða húsnæðisaðstöðu aðra hefur sveitarfélagið og stofnanir þess á leigu?
Af hvaða aðilum er það húsnæði leigt, frá hvaða tíma, fyrir hvaða starfsemi og á hvaða leiguverði í hverju tilviki fyrir sig?
Svar:

 Byggðarráð lét bóka að það væri orðið tímabært að finna þjónustumiðstöð eignasjóðs og Skagafjarðarveitum varanlegt framtíðarhúsnæði á einum stað, sem væri hentugt og hagkvæmt fyrir starfsmenn og starfsemina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir