Álft olli rafmagnsleysi í Skagafirði

Eins og að líkum má spyrja lifði álftin stuðið ekki af. Mynd: Brynjar Þór.
Eins og að líkum má spyrja lifði álftin stuðið ekki af. Mynd: Brynjar Þór.

Rafmagn fór af hluta Skagafjarðar upp úr hádegi í dag er álft flaug á 66kV streng Landsnets neðan Geirmundarstaða í Sæmundarhlíð. Óvíst er með tjón af völdum útleysingar en samkvæmt heimildum Feykis hefur slíkt rafmagnsleysi m.a. slæm áhrif á starfsemi Steinullarverksmiðjunnar.

Viðmælandi Feykis hjá verksmiðjunni segir að það deyi á öllu kerfinu er rafmagnið fer út með þessum hætti og ræsa þurfi allt upp á nýtt sem tekur tíma. Vonaðist viðkomandi til að að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig og ekkert tjón hlotist af.

Eins og Feykir hefur áður sagt frá stendur til að leggja 66 kV jarðstreng, Sauðarkrókslínu 2, frá Varmahlíð að nýju tengivirki á Sauðárkróki og þá ætti sú hætta að vera úr sögunni að álftir valdi rafmagnsleysi með þessum hætti sem að ofan er greint frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir