Allra síðustu sýningar á Línu Langsokk

Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í miða á síðustu tvær sýningar Leikfélags Sauðárkróks á Línu Langsokk en tvær síðustu sýningarnar fara fram í dag og á morgun.

Sýningin hefur fengið fádæma lof gesta og leikarar fyrir skemmtilega og fjörugan leik. Allir hafa farið glaðir og ánægðir úr Bifröst og margir með myndir í farteskinu af sér með persónum úr leikritinu.

Sýningarnar hefjast klukkan 18 og miðapantanir í síma 849 9434.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir