Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er 1. júní

Alþjóðlegi mjólkurdaginn er 1. júní. Deginum er fagnað víða um heim og á Íslandi eru mjólkurframleiðendur hvattir til að birta myndir úr sveitum sínum á Instagram undir myllumerkinu #mjólkurdagurinn og merkja @baendasamtokin svo hægt sé að dreifa boðskapnum.

Á heimasíðu bændasamtakanna kemur fram að: „Tilgangur myndbirtinganna er að vekja athygli á því hvaðan mjólkin kemur og gefa neytendum tækifæri á að fylgjast með okkar góðu framleiðsluháttum og lífinu í sveitinni.“

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2001 og er það Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem stendur fyrir honum.

Markmiðið með deginum er að vekja athygli á mjólk og efla skilning almennings á hlutverki mjólkuriðnaðarins í að stuðla að hollu mataræði, sjálfbærri matvælaframleiðslu og velferð einstaklinga og samfélaga. Upplýsingar frá FAO sýna að yfir einn milljarður manna stóli á mjólkuriðnaðinn sem lífsviðurværi sitt og yfir sex milljarðar neyta mjólkurafurða dag hvern.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir